
Vítamín
Magnesíum
SOLARAY Bio Citrate Magnesium 90stk
Hefur töluvert losandi áhrif í ristli svo best er að byrja á litlum skammti og auka hann smátt og smátt eftir þörfum. Gagnast oft mjög vel við sinadrætti, fótapirring og hægðatregðu sem og að hjálpa fólki að sofa betur vegna tauga- og vöðvaslakandi áhrifa. Getur einnig létt á höfuðverk og tíðaverkjum.
2.598 kr.
Vöruupplýsingar
Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem kemur víða við sögu í líkamanum. Það skiptir sköpum fyrir bæði vöðva og taugaslökun. Beinin þurfa nægilegt magn til að myndast og starfa rétt. Magnesíum er einnig nauðsynlegt fyrir hjarta og æðakerfi, alla orkuvinnslu í líkamanum og blóðsykursjafnvægi. Það er samverkandi þáttur í yfir 300 efnahvörfum í líkamanum svo það liggur ljóst fyrir að líkaminn getur ekki án magnesíums verið og því mikilvægt að fá nóg á hverjum degi.
Notkun
Þrjú hylki daglega með mat.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Heilsa
Innihaldslýsing
Magnesium (as magnesium citrate) 400mg (100%)
Önnur innihaldsefni: Vegetable Cellulose Capsule, Organic Rice Extract Blend, Cellulose, Watercress Leaf, Dandelion Root, Alfalfa Leaf and