Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Hósti

Strefen Honung & Citron, munnhúði 16,2 mg/ml 15 ml

5.345 kr.

Vöruupplýsingar

Strefen Honung & Citron er notað til að draga tímabundið úr einkennum óþæginda í hálsi eins og eymslum, verk og bólgu í hálsi ásamt erfiðleikum við að kyngja hjá fullorðnum 18 ára og eldri.

Notkun

Ráðlagður skammtur Fullorðnir 18 ára og eldri: Einn skammtur (3 úðar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Einn skammtur (3 úðar) inniheldur 8,75 mg af flurbiprofeni. Ekki skal nota lyfið hjá börnum eða unglingum yngri en 18 ára.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Virka innihaldsefnið er flurbiprofen. Flurbiprofen tilheyrir flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), sem verka með því að breyta því hvernig líkaminn bregst við sársauka, bólgu og hita.