Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Hægðalyf

Microlax innhl 250 ml

Microlax eykur vatnsinnihald hægðanna og gerir þær mýkri

9.445 kr.

Vöruupplýsingar

Microlax eykur vatnsinnihald hægðanna og gerir þær mýkri. Microlax hefur einungis staðbundna verkun í endaþarminum, það berst ekki út í líkamann. Þú getur notað Microlax við hægðatregðu og til þarmahreinsunar fyrir skurðaðgerð, endaþarmsspeglun eða röntgenmyndatöku á þörmum. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Notkun

Nota á Microlax um það bil 15 mínútum áður en áhrifa er óskað. Venjulegur skammtur er Fullorðnir og börn Innihald einnar túpu (5 ml) skal tæma í endaþarm eins og lýst er á myndunum hér fyrir neðan. Microlax má eingöngu nota handa börnum yngri en 3 ára í samráði við lækni. Hjá börnum yngri en 3 ára á aðeins að setja helming túpusprotans í endaþarminn (sjá merki á sprotanum). 3 Notkunarleiðbeiningar 1.Snúið innsiglið af enda túpusprotans (sjá mynd 1). 2. Smyrjið enda sprotans með einum dropa af innihaldi túpunnar. 3. Færið sprotann að fullu inn í endaþarminn – hjá börnum yngri en þriggja ára skal þó einungis færa sprotann inn að hálfu (sjá merki á sprotanum). 4. Tæmið túpuna alveg – einnig hjá börnum – og haldið henni samanklemmdri á meðan sprotinn er dreginn út.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá