Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Sveppalyf

Daktacort krem 15 g

1.735 kr.

Vöruupplýsingar

Daktacort inniheldur sveppaeyðandi lyf (miconazol) og vægan stera sem er kláðastillandi og bólgueyðandi (hydrocortison). Daktacort er notað við fótsveppum þegar óþægilegur kláði fylgir hjá fullorðnum og börnum 10 ára og eldri.

Notkun

Meðhöndlun á fótsveppum hjá fullorðnum og börnum eldri en 10 ára: Þvoið og þurrkið fæturna vandlega. Notið sérstakt handklæði fyrir sveppasýktu húðina. Þannig er komið í veg fyrir að aðrir sýkist. Berið kremið í þunnu lagi á sýkt húðsvæði og 1-2 cm út fyrir svæðið 2 sinnum á sólarhring (kvölds og morguns). Nuddið kremið inn í húðina þar til það er alveg horfið. Þvoið hendurnar alltaf eftir að kremið er borið á. Skiptið um sokka daglega. Þegar húðin er síðan orðin eðlileg að nýju skal halda meðferðinni áfram í 1 viku í viðbót hið minnsta. Þetta kemur í veg fyrir að sýkingin taki sig upp aftur. Talið við lækni ef einkennin versna eða lagast ekki á 7 dögum. Meðhöndlið ekki lengur en í 4 vikur nema að ráði læknis.

Innihaldslýsing

Daktacort inniheldur

  • Virku innihaldsefnin eru miconazolnítrat og hydrocortison. 1 gramm af kremi inniheldur miconazolnítrat 20 mg og hydrocortison 10 mg.
  • Önnur innihaldsefni eru pegoxol 7 sterat (etýlenglykólmónóstearat, makrogolstearat), oleoylmacrogolglýceríðar, fljótandi paraffín, dínatríumedetat, benzosýra (E210), bútýlhýdroxýanisol og vatn.