
Vöruupplýsingar
Zovir er ætlað til notkunar við áblæstri (herpes), það hefur hemjandi verkun á herpesveiru. Zovir má nota á áblástur á vörum og í andliti.
Notkun
Fullorðnir og börn eldri en 2 ára: Notið kremið 5 sinnum á dag á um það bil 4 klst. fresti í minnst 4 daga (á um það bil 3.-4. klst. fresti nema að nóttu til). Meðferðinni má halda áfram í allt að 10 daga ef sárið hefur ekki gróið eftir 4 daga. Ef sárið hefur ekki gróið eftir 10 daga á að hafa samband við lækni. Notið nóg krem þannig að það hylji áblásturinn og brúnina í kringum sárið. Ráðlagt er að bera kremið á eins fljótt og hægt er við fyrstu einkenni (kláði, sviði eða stingir).