Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Kalk

Calcium-Sandoz freyðit 500 mg 20 stk

1.995 kr.

Vöruupplýsingar

Calcium-Sandoz er ætlað til þess að fyrirbyggja og meðhöndla kalsíumskort og má nota ásamt öðrum lyfjum til þess að fyrirbyggja og meðhöndla beinþynningu. Calcium-Sandoz má einnig nota ásamt D3 vítamíni, til þess að meðhöndla beinkröm (mýking beina í vexti hjá börnum) og beinmeyru (mýking beina hjá fullorðnum).

Notkun

Leysið Calcium-Sandoz upp í glasi af vatni (um það bil 200 ml) og drekkið strax. Freyðitöflurnar má hvorki gleypa né tyggja. Börn eldri en 2 ára: 1 freyðitafla einu sinni eða tvisvar sinnum á sólarhring (samsvarar 500 mg-1.000 mg af kalsíumi). Börn yngri en 2 ára: Lyfið er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 2 ára án samráðs við lækni. Fullorðnir: 1 freyðitafla einu sinni, tvisvar eða þrisvar sinnum á sólarhring (samsvarar 500 mg-1.500 mg af kalsíumi).