Hoppa yfir valmynd
Lausasölulyf

Sveppalyf

Dermatin sápa 20 mg/ml 120 ml

Dermatín inniheldur ketókónazól sem er sveppalyf og er notað við flösu og öðrum sveppasýkingum sem valda kláða og flögnun.

2.135 kr.

Vöruupplýsingar

Dermatín inniheldur ketókónazól sem er sveppalyf og er notað við flösu og öðrum sveppasýkingum sem valda kláða og flögnun. Verið getur að læknir hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. Dermatín 20 mg/g hársápa er til notkunar fyrir unglinga og fullorðna.

Notkun

Sýkt húðsvæði eða hársvörður er þveginn með hársápunni og hún látin liggja á húðinni í 3-5 mín. áður en skolað er. Litbrigðamygla (tinea versicolor): Hársápan notist mest í 5 daga í senn. Flasa og aðrar sveppasýkingar í hársverði (dermatitis seborrhoeica og pityriasis capitis): Hársápan notist tvisvar sinnum í viku í 2-4 vikur og síðan eftir þörfum

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á sérlyfjaskrá

Innihaldslýsing

Virka innihaldsefnið er: Ketókónazól.

Önnur innihaldsefni eru: Imidurea, ponceau, natríum laurýletersúlfat, dínatríum lauríð súlfósúkkínat, kókoshnetufitusýrudíetanólamín, PEG-7-glýserýl kókóat, laurdímóníum hýdrólýserað kollagen, fenoxýetanól, kalíumsorbat, makrógól 120 metýlglúkósudíóleat, natríumhýdroxíð, natríumklóríð, saltsýra, hreinsað vatn.