
Vöruupplýsingar
TePe hefur þróað fjölda tannbursta sem sinna sérstökum þörfum. TePe Universal Care hefur lítinn sporöskjulaga burstahaus með mjúkum hringlaga hárum og boginn háls. Burstinn er tilvalinn til notkunar á þau svæði sem erfitt er að nálgast með venjulegum bursta t.d. meðfram tannholdinu, kringum tannplanta, nálægt spöngum og undir víra. Burstaskaftið er búið til úr lífrænum efnum og öll framleiðsla fer fram með orku frá sólarrafhlöðum. Þeir fást í mörgum litum.