Hjúkrunarvörur
Hjúkrunarvörur
Snoozle Snúningslak
Snoozle snúningslakið hjálpar öllum þeim sem eiga erfitt með hreyfingar í rúminu, hvort sem er á meðgöngu, sökum bakverkja eða af öðrum ástæðum.
8.698 kr.
Vöruupplýsingar
Snoozle er íslensk hönnun og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Það fylgir öllum þínum hreyfingum og hjálpar þér að snúa og hreyfa þig í rúminu á einfaldan hátt. Lakið er 75×72 cm efnishólkur og er ytri hlið efnisins afar mjúk og þægileg viðkomu. Innri hliðin er mjög sleip og efnið rennur auðveldlega við hreyfingu.
Snoozle snúningslakið er ótrúlega einfalt í notkun. Þú skellir því einfaldlega á þinn hluta rúmsins þannig að það sé um það bil undir baki og rassi, leggst ofan á það og snýrð þér.
Lakið hjálpar öllum þeim sem eiga erfitt með hreyfingar í rúminu, hvort sem er á meðgöngu, sökum bakverkja eða af öðrum ástæðum.
Lakið kemur í fallegum kassa og er því tilvalin gjöf fyrir allar barnshafandi konur!
Lakið er hvítt með hvítum kanti og limegrænum stöfum
Innihaldslýsing
100% polyester Má þvo á 30’C, en ekki skal setja það í þurrkara eða strauja.